Hagstofa Íslands

Lífsgæðavogin

Hvernig metur þú lífsgæði þín miðað við aðra íbúa Evrópu?

Taka þátt

Spurningar

Öryggi

Hversu örugg(ur) ertu þegar þú gengur ein(n) að nóttu til í hverfinu þínu?


Réttarkerfi

Hversu mikið traust berðu til íslensks réttarkerfis?


Umhverfi

Hversu ánægð(ur) ertu með útivistar- og frístundasvæði í nágrenni við heimili þitt?


Fjármál

Hversu ánægð(ur) ertu með fjárhag heimilisins?


Húsnæði

Hversu ánægð(ur) ertu með húsnæði þitt?


Atvinna

Hversu ánægð(ur) ertu með núverandi aðalstarf þitt?


Tímanotkun

Hversu vel finnst þér þú nýta tíma þinn?


Heilsa

Hversu góða telur þú heilsu þína vera?


Tengsl

Hversu ánægð(ur) ertu með tengsl þín við annað fólk?


Lífið

Hversu ánægð(ur) ertu með lífið almennt?


Einstök atriði

Öryggi

Þú metur öryggi þitt líkt og íbúar á Íslandi.

Hlutfall þeirra sem upplifa sig mjög eða frekar örugg á gangi ein í myrkri er 86% á Íslandi sem er frekar hátt í evrópskum samanburði, en samanlagt meðaltal innan Evrópusambandsins er 75%. Mest öryggi upplifa íbúar Noregs en 93% norskra svarenda telja sig mjög eða frekar örugga við þessar aðstæður en það gera hins vegar aðeins 50% íbúa Búlgaríu.

Réttarkerfi

Þú metur réttarkerfið líkt og íbúar á Íslandi.

Íslendingar bera meira traust til réttarkerfisins en aðrir Evrópubúar að meðaltali og gefa trausti til kerfisins 5,7 af tíu mögulegum en aðrir Evrópubúar 4,6. Danir bera mest traust til réttarkerfisins með meðaltalið 7,5 en Slóvenar minnst með meðaltalið 2,7.

Umhverfi

Þú metur umhverfi líkt og íbúar á Íslandi.

Ánægja með nánasta umhverfi er 7,5 á Íslandi af tíu mögulegum sem er aðeins yfir meðaltali Evrópusambandsins (7,3). Mest er ánægjan í Austurríki (8,4) en minnst í Búlgaríu (5,2).

Fjármál

Þú metur fjármál líkt og íbúar á Íslandi.

Íslendingar gefa að jafnaði ánægju með fjárhag heimilisins einkunnina 6,4 af tíu mögulegum, en það er hærra en meðaltalið innan Evrópusambandsins (6,0) en töluvert lægra en í Danmörku og Svíþjóð þar sem ánægjan með fjárhaginn er hvað mest (7,6). Minnst er ánægjan með fjárhaginn í Búlgaríu þar sem meðaltalið er 3,7.

Húsnæði

Þú metur húsnæði líkt og íbúar á Íslandi.

Íslendingar gefa ánægju með eigið húsnæði að meðaltali 8,1 af tíu mögulegum sem er nokkuð hærra en meðaltalið í Evrópu (7,5). Mest er ánægja með eigið húsnæði í Danmörku, Finnlandi og Sviss (8,4) en minnst í Búlgaríu (6,0).

Atvinna

Þú metur atvinnu líkt og íbúar á Íslandi.

Starfsánægja fær meðaleinkunnina 8 af tíu mögulegum á Íslandi. Þetta er töluvert hærra en í Evrópusambandinu almennt þar sem meðalstarfsánægja er 7,1. Starfsánægja er eilítið hærri í Danmörku og Finnlandi (8,1) þar sem hún reynist mest, en minnst í Búlgaríu (6,0).

Tímanotkun

Þú metur tímanotkun líkt og íbúar á Íslandi.

Íslendingar eru nokkuð ánægðir með það hvernig þeir verja tíma sínum og gáfu tímanotkun sinni að meðaltali 7,4 af tíu mögulegum. Meðaltalið innan Evrópusambandsins er 6,7. Mest er ánægja með tímanotkun í Danmörku (7,8) og minnst í Búlgaríu (5,7).

Heilsa

Þú metur heilsu líkt og íbúar á Íslandi.

Þegar fólk metur sjálft heilsufar sitt er hátt hlutfall Íslendinga við góða heilsu, 76%, sem er nokkuð hærra en meðaltalið í Evrópu (68%). Best er heilsufar íbúa á Írlandi en 83% telja sig við góða heilsu þar, en það á aðeins við um 45% Litháa.

Tengsl

Þú metur félagsleg tengsl líkt og íbúar á Íslandi.

Ánægja með félagsleg tengsl fékk meðaleinkunnina 8,1 á Íslandi af tíu mögulegum. Þetta er hærra en meðaltalið fyrir Evrópusambandið í heild (7,8) en nokkuð lægra en í Sviss þar sem hún er mest (8,7). Minnst er ánægjan með félagsleg tengsl meðal íbúa Búlgaríu (5,7).

Lífið

Þú metur ánægju með lífið líkt og íbúar á Íslandi.

Íslendingar gáfu ánægju með lífið einkunnina 7,9 sem er töluvert hærra en meðaltalið innan Evrópusambandsins (7,1). Lífsánægja er þó meiri í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Sviss þar sem meðaltalið er 8. Minnst er lífsánægja í Búlgaríu, 4,8.


Á heildina litið metur þú lífsgæði þín líkt og íbúar Íslands